Chelsea ætlar sér að setja allt púður í það að reyna að krækja í Victor Osimhen framherja Napoli í sumar. Guardian segir frá í kvöld.
Þar segir að Mauricio Pochettino sem er að taka við sem stjóri Chelsea leggi áherslu á það að fá inn framherja í sumar.
Osimhen hefur raðað inn mörkum fyrir Napoli í vetur en liðið vann Seriu A á Ítalíu með yfirburðum.
Í frétt Guardian segir að Osimhen sé efstur á blaði Chelsea í sumar en Manchester United og FC Bayern hafa líka áhuga á kappanum.
Í frétt Guardian segir að Lautaro Martinez framherji Inter sé einnig á blaði hjá Chelsea og Ivan Toney framherji Brentford sé einnig til skoðunar ef Osimhen kemur ekki.