fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Haaland gerir 350 milljóna króna samning við tískufatarisa

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 15. maí 2023 13:19

Erling Braut Haaland. Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt enskum miðlum hefur knattspyrnumaðurinn Erling Braut Haaland skrifað undir risasamning við tískufatarisann Dolce & Gabbana.

Talið er að samningurinn sé 2 milljóna punda virði. Það jafngildir tæpum 350 milljónum íslenskra króna.

Um er að ræða fyrsta samning sem Haaland gerir við tískuvöruframleiðanda.

Haaland hefur áður verið í fötum frá Dolce & Gabbana í færslum á Instagram og virðist hann nú hafa samið við fyrirtækið.

Haaland er að eiga ótrúlegt tímabil með Manchester City. Hann hefur skorað 51 mark í öllum keppnum, sem er það mesta í sögunni hjá leikmanni í liði í ensku úrvalsdeildinni.

Þá gæti norski framherjinn farið í sögubækurnar með liði sínu einnig. City á enn fínan möguleika á að vinna þrennuna eftirsóttu, deild, bikar og Meistaradeild Evrópu.

City er svo gott sem búið að vinna kapphlaupið við Arsenal um Englandsmeistaratitilinn. Þá er liðið komið í úrslitaleik enska bikarsins þar sem andstæðingurinn verður Manchester United.

Loks mætir City stórliði Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Seinni leikurinn fer fram á Englandi á miðvikudag. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli í Madríd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu