Manchester City hefur mikinn áhuga á því að fá Mateo Kovacic miðjumann Chelsea. Er hann sagður til sölu í sumar þegar Chelsea þarf að sækja sér fjármuni.
Chelsea ætlar að selja stór nöfn í sumar eftir botnlausa eyðslu undanfarna mánuði.
Kovacic ásamt, Mason Mount, Conor Gallagher og Edouard Mendy eru allir sagðir til sölu í sumar.
Segir í fréttum að Pep Guardiola vilji ólmur kaupa hinn 29 ára gamla Króata. Ilkay Gundogan gæti verið að fara frá City en hann er samningslaus í sumar.
City skoðar einnig Declan Rice en líklegast er að Rice fari til Arsenal. Manchester United skoðar einnig Rice og gæti Scott McTominay verið notaður sem skiptimynt.