Daley Blind, fyrrum leikmaður Manchester United, er víst á leið aftur til heimalandsins Hollands í sumar.
Blind er sagður vera með boð frá Ajax um að snúa aftur til félagsins og væri það hans þriðja dvöl hjá félaginu.
Blind skrifaði undir stuttan samning við Bayern Munchen í fyrra og hefur spilað fimm leiki í öllum keppnum á tímabilinu.
Miðjumaðurinn náði ekki saman við þáverandi stjóra Ajax og ákvað að segja skilið við félagið og halda til Þýskalands.
Ljóst er að þessi 33 ára gamli leikmaður mun ekki spila stórt hlutverk fyrir Bayern á neinum tímapunkti en samningur hans rennur út í sumar.
Ajax vill fá leikmanninn aftur í sumar en hann lék með félaginu í meistaraflokki frá 2008 til 2015 og síðar 2018 til 2023.
Alfred Schreuder var stjóri Ajax er Blind yfirgaf félagið í fyrra en hann hefur fengið sparkið og er möguleiki á endurkomu í annað sinn.