Mario Balotelli, fyrrum leikmaður Manchester City og Liverpool, er víst að semja við enn eitt félagið á sínum ferli.
Balotelli hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá neinu félagi í langan tíma og hefur spilað með fimm liðum á fjórum árum.
Um er að ræða fyrrum vandræðagemsa sem komst í vesen á Englandi sem og í heimalandinu, Ítalíu.
Undanfarið hefur Balotelli spilað með Sion í Sviss en hann er að fara þaðan og víst á leið til Rúmeníu til Rapid Bucharest.
Balotelli hefur heimtað 880 þúsund pund fyrirfram til að semja við Rapid sem félagið virðist ætla að samþykkja.
Það yrði 12. félag Balotelli á ferlinum og það sjötta á aðeins fjórum árum.