Ole Gunnar Solskjær, fyrrum stjóri Manchester United, hefur skotið föstum skotum á núverandi leikmenn liðsins.
Solskjær lék einnig með Man Utd á sínum tíma en hann var í búningsklefa með sigurvegurum sem hikuðu ekki við að gagnrýna og gátu tekið við gagnrýni.
Núverandi klefi Man Utd er alls ekki eins að sögn Solskjær sem vill meina að það séu mörg ‘snjókorn’ í búningsklefanum sem eru alltof viðkvæmir.
,,Búningsklefinn okkar var frábær. Við vorum sigurvegarar og við hötuðum að tapa. Það var rifist eftir tapleiki sem er eðlilegt,“ sagði Solskjær.
,,Þú þurfti espa upp liðsfélagana en ef þú gerir það í dag þá hringja þeir í pabba, mömmu eða umboðsmanninn. Þeir eru eins og snjókorn.“
,,Það eru ekki margir af þessum leikmönnum sem hefðu lifað af í þessum búningsklefa.“