fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Solskjær baunar á núverandi leikmenn Manchester United og kallar þá snjókorn – ,,Hringja í pabba eða mömmu“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. maí 2023 11:00

Solskjær og frú á góðum degi. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær, fyrrum stjóri Manchester United, hefur skotið föstum skotum á núverandi leikmenn liðsins.

Solskjær lék einnig með Man Utd á sínum tíma en hann var í búningsklefa með sigurvegurum sem hikuðu ekki við að gagnrýna og gátu tekið við gagnrýni.

Núverandi klefi Man Utd er alls ekki eins að sögn Solskjær sem vill meina að það séu mörg ‘snjókorn’ í búningsklefanum sem eru alltof viðkvæmir.

,,Búningsklefinn okkar var frábær. Við vorum sigurvegarar og við hötuðum að tapa. Það var rifist eftir tapleiki sem er eðlilegt,“ sagði Solskjær.

,,Þú þurfti espa upp liðsfélagana en ef þú gerir það í dag þá hringja þeir í pabba, mömmu eða umboðsmanninn. Þeir eru eins og snjókorn.“

,,Það eru ekki margir af þessum leikmönnum sem hefðu lifað af í þessum búningsklefa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum