David de Gea, leikmaður Manchester United, mun vinna Gullhanskann á þessu tímabili.
De Gea fær þau verðlaun fyrir að halda oftast hreinu á tímabilinu en hann hefur haldið hreinu í 16 skipti.
Það er meira en allir aðrir markmenn en ljóst er að Alisson, Nick Pope og Aaron Ramsdale geta ekki náð honum.
Þessir þrír hafa allir haldið hreinu 13 sinnum en De Gea hélt hreinu í 16. skiptið gegn Wolves í 2-0 sigri í gær.
Aðeins þrjár umferðir eru eftir en markmennirnir fyrrnefndu eiga möguleika á að jafna De Gea og þar með deila verðlaununum,