fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Andri botnaði ekki í spurningu þáttastjórnanda – „Hvað hélst þú?“

433
Sunnudaginn 14. maí 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan er komin á fulla ferð á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson sjá um þáttinn og fá þeir til sín góða gesti alla föstudaga. Í þetta skiptið voru þeir Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson úr hlaðvarpinu Steve Dagskrá gestir.

Andri og Vilhjálmir eru FH-ingar og hafa þeirra menn farið nokkuð vel af stað í Bestu deild karla.

„Ég er bara þokkalega sáttur. Við erum ofar en ég hélt á þessum tímapunkti,“ sagði Vilhjálmur og bætti við: „Að vera í efri hluta væri ruglað.“

„Er það svo ruglað?“ spurði Helgi.

„Hvað hélst þú? Varst þú að pæla í Evrópu eða? Það þarf bara að líta á þetta raunsætt. Topp 6 yrði geggjað,“ svaraði Andri þá um hæl.

Vilhjálmur tók til máls á ný. „Björn Daníel er meiddur og það munar ansi miklu. Það dettur allt spil niður þegar hann er ekki. Þá kannski kæmi Gylfi (Þór Sigurðsson) góður inn,“ sagði hann léttur.

Rætt hefur verið hvort Gylfi gæti snúið aftur í FH, þar sem hann var í yngri flokkum, taki hann fram skóna á ný.

„Það væri gaman að sjá hvort hann gæti leyst það hlutverk,“ grínaðist Andri.

Umræðan í heild er hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
Hide picture