fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Chelsea mun leyfa honum að fara til heimalandsins í sumar

Victor Pálsson
Laugardaginn 13. maí 2023 20:04

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint var frá því fyrir helgi að varnarmaðurinn Thiago Silva væri að leitast eftir því að yfirgefa Chelsea á þessu ári.

Silva hefur verið einn besti ef ekki besti leikmaður Chelsea á tímabilinu en hann er 38 árla gamall.

Silva er ákveðinn í því að enda ferilinn hjá Fluminense í heimalandinu og er nú að horfa á að yfirgefa England í sumar.

Það voru fréttir sem komu á óvart þar sem Silva skrifaði undir framlengingui við Chelsea í vetur til ársins 2024.

The Telegraph segir að Chelsea ætli ekki að standa í vegi fyrir Silva í sumar ákveði hann að snúa aftur heim.

Chelsea er opið fyrir því að losa leikmanninn úr sínum röðum og eru því góðar líkur á að Silva sé að spila sitt síðasta tímabil á Englandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum