fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Stuðningsmenn Manchester United hneykslaðir á fyrrum stjörnu liðsins fyrir ný ummæli

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 12. maí 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carlos Tevez virðist hafa pirrað hluta stuðningsmanna Manchester United með ummælum sínum á dögunum.

Tevez er fyrrum leikmaður liða á borð við Manchester City, Juventus og einmitt Manchester United. Hann lagði skóna á hilluna árið 2021.

Tevez raðaði inn mörkum fyrir United frá 2007 til 2009 áður en hann fór til Manchester City. Féll það eðlilega alls ekki vel í kramið hjá stuðningsmönnum rauða liðsins í borginni.

Á dögunum var Tevez að ræða Alejandro Garnacho, afar spennandi Argentínumann hjá United. Tevez er líka frá Argentínu.

„Garnacho er mjög góður. Til að spila fyrir Manchester United þarftu að vera það,“ sagði Tevez um hinn 18 ára gamla Garnacho, sem hefur heillað með United þrátt fyrir ungan aldur.

„Hann er að spila fyrir eitt af þremur stærstu félögum heims. Það eru Real Madrid, Manchester City og United. Það er ekki auðvelt að koma þér inn í þessa menningu. Þú þarft að vera harður.“

Ummælin um að City sé eitt af þremur stærstu félögum heims fóru vægast sagt illa í hluta stuðningsmanna United sem nú láta hann heyra það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona