fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Fagnar heimkomu Björns Bergmanns en óvíst er með hvaða hætti hún verður – „Það ríkir bjartsýni eftir þá aðgerð“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. maí 2023 08:54

© 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski landsliðsmaðurinn, Björn Bergmann Sigurðarson gekk í raðir ÍA undir lok félagaskiptagluggans í apríl. Óvíst er hins vegar hvenær hann getur hjálpað liðinu innan vallar.

Björn Bergmann var samningsbundinn Molde í Noregi en meiðsli hafa gert honum verulega erfitt fyrir síðustu.

„Í sjálfu sér ekki, hann fór í aðgerð í desember og er bara að byrja sína endurhæfingu. Það veit það enginn,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, í hlaðvarpsþætti 433.is um Lengjudeildina í gær.

video
play-sharp-fill

Björn sem ólst upp hjá ÍA er 32 ára gamall og hefur tekið ákvörðun um að flytja á Akranes með fjölskyldu sína.

„Það ríkir bjartsýni eftir þá aðgerð að hann geti yfirhöfuð spilað knattspyrnu aftur, við erum ekkert nær með það. Hann er að byggja sig upp og er í endurhæfingu,“ segir Jón Þór.

„Það getur enginn sagt til um það núna hvað muni gerast í því. Við vitum að hann er að flytja á Akranes með sína fjölskyldu, við erum ánægðir með að hann hafi skipt yfir í okkar félag.“

Jón segir að Björn muni alltaf hjálpa til sama hvort það sé með þekkingu sinni innan eða utan vallar. Björn var hluti af HM hópi Íslands árið 2018.

„Hann vill hjálpa til í þessu verkefni, sama hvort það sé innan eða utan vallar. Það er risastór fengur í því fyrir okkur.“

Hlaðvarpsþáttinn má heyra í heild á Spotify og í öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Í gær

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Í gær

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Í gær

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning
Hide picture