fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Real Madrid lætur kaupin á Bellingham ekki nægja í sumar – Endurvekja áhugann á Mbappe og telja sig eiga fínan möguleika út af þessu

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. maí 2023 09:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid ætlar ekki að láta það duga að fá Jude Bellingham til liðs við sig í sumar ef marka má nýjustu fréttir. Telegraph segir félagið einnig vera á eftir Kylian Mbappe á ný.

Það er útlit fyrir það að hinn 19 ára gamli Bellingham gangi í raðir Real Madrid í sumar frá Borussia Dortmund.

Miðjumaðurinn hefur verið einn eftirsóttasti leikmaður heims lengi og var orðaður við fjölda stórliða. Real Madrid varð hins vegar fyrir valinu.

Þrátt fyrir þetta hefur spænska stórveldið endurvakið áhuga sinn á Mbappe.

Eins og frægt er hefur Real Madrid lengi verið á höttunum eftir Mbappe. Síðasta sumar bauð félagið Paris Saint-Germain 170 milljónir punda fyrir þjónustu leikmannsins.

Þá ákvað Mbappe hins vegar að vera áfram í París. Hann framlengdi þó aðeins fram á næsta sumar, með möguleika á árs framlengingu.

Það gætu orðið miklar breytingar á leikmannahópi PSG í sumar. Lionel Messi er á förum og þá gæti Neymar farið sömu leið.

Real Madrid vill nýta sér stöðuna og reyna að fá Mbappe á ný.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mínútu þögn í Vesturbæ fyrir níu ára strákinn sem lést í síðustu viku

Mínútu þögn í Vesturbæ fyrir níu ára strákinn sem lést í síðustu viku
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma
433Sport
Í gær

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Í gær

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“