fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Liverpool biður um að fá að byrja á útivelli

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. maí 2023 16:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool hefur lagt inn beiðni til ensku úrvalsdeildarinnar um að spila fyrsta útileik sinn á næstu leiktíð á útivelli. Gerir félagið þetta vegna framkvæmda á Anfield.

Verið er að leggja lokahönd á endurbætur á Anfield, sem alls kosta um 80 milljónir punda. Verkið á að klárast um það leyti sem næsta tímabil hefst í ensku úrvalsdeildinni.

Eftir endurbæturnar mun Anfield taka 7 þúsund fleiri manns í sæti og alls um 61 þúsund manns.

Enska úrvalsdeildin hefst á ný í kringum laugardaginn 12. ágúst. Anfield verður tilbúinn um það leyti en það þarf hins vegar að halda einn prufuviðburð áður en fyrsti heimaleikur Liverpool í deildinni fer fram.

Óskar Liverpool því eftir að spila frekar á heimavelli í kringum laugardaginn 19. ágúst.

Framkvæmdirnar á Anfield hófust í september 2021. Hingað til hafa þær þó ekki haft áhrif á sætafjölda og vinnan aðeins farið fram utan frá og á þaki vallarins.

Vinna inni á leikvanginum sjálfum mun hins vegar hefjast eftir að síðasti heimaleikur Liverpool á þessari leiktíð fer fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning
433Sport
Í gær

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Í gær

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag