fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Telur að Sheik Jassim muni eignast United

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. maí 2023 13:26

Sheik Jassim.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr Dan Plumley sem er sérfræðingur í fjármálum segir í samtali við Daily Express á Englandi mestar líkur á því að Sheik Jassim eignist Manchester United á næstu vikum. Sheik Jassim kemur frá Katar og hefur mikla fjármuni í kringum sig.

Söluferli hefur staðið yfir frá því í nóvember og búist er við að Glazer fjölskyldan taki ákvörðun um hlutina á næstu dögum.

Sheik Jassim vill kaupa allt félagið en einnig er tilboð frá Sir Jim Ratcliffe sem vill eignast helmings hlut í félaginu. „Ef verðmiðinn er í kringum 5-6 milljarða punda og Glazer fjölskyldan vill selja allt félagið, þá tel ég að tilboðið frá Katar hafi vinninginn,“ segir Plumley við Express.

„Sheik Jassim gæti komið inn með fjármuni á leiðinni til að styrkja innviði og leikmannahópinn.“

Búist er við að Glazer fjölskyldan fari að láta vita af ákvörðun sinni til að hægt sé að ganga frá öllu áður en félagaskiptamarkaðurinn opnar í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar