fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Svakalegur metnaður hjá Ryan Reynolds og félögum – Vilja fá mann sem er á óskalista mun stærri félaga

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. maí 2023 16:30

Ryan Reynolds og Blake Lively. Reynolds er annar eigenda Wrexham. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ansi mikill metnaður hjá Wrexham sem tekur þátt í ensku D-deildinni á næstu leiktíð.

Velska félagið vann utandeildina með glæsibrag nú í vor og keppir því í deildinni fyrir ofan í haust.

Eigendur Wrexham eru Hollywood-stjörnurnar  Ryan Reynolds og Rob McElhenney. Sætta þeir sig ekki við neina fallbaráttu í D-deildinni að ári og ætla að styrka liðið vel í sumar.

Enskir miðlar segja að félagið horfi til Alfie May, framherja Cheltenham. Raðaði hann inn mörkum í ensku C-deildinni á þessari leiktíð. Kappinn gerði 20 mörk.

Það sem vekur athygli er að talið hefur verið að hinn 29 ára gamli May taki skrefið upp á við og í B-deildina. Þar hefur hann verið orðaður við Birmingham, Huddersfield, Luton og Millwall til að mynda.

Góður seðill og spennandi verkefni í Wrexham gæti hins vegar heillað May.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar