fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Stígur fram eftir að fjölskyldu hans var hótað lífláti um helgina

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. maí 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Toby Alderweireld fyrrum leikmaður Tottenham segist ekki geta þagað yfir því að fjölskyldu hans sé hótað. Morðhótanir hafa borist Alderweireld eftir mark hans í Belgíu um helgina.

Alderweireld skoraði í 2-1 sigri á Genk á laugardag en hann fór til heimalandsins árið 2021.

Alderweireld átti farsælan feril með Southampton og Tottenham en áður hafði hann spilað á Spáni.

„Allt hefur sín takmörk, ég get tekið ýmsu en að hóta fjölskyldu minni er of mikið,“ segir varnarmaðurinn en hótanirnar hafa borist frá stuðningsmönnum Genk.

„Ég skil ekki hvers vegna þið skrifið svona og hvað þið viljið fá út úr þessu,“ segir hann enn fremur en hann átti afar farsælan feril með landsliði Belgíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar