Forráðamenn PSG ætla að taka til í herbúðum félagsins í sumar og er næsta víst að Lionel Messi fer frítt frá félaginu þegar samningur hans er á enda.
Forráðamenn PSG vilja einnig losna við Neymar en óvíst er hvort einhver sé til í að taka launapakka hans.
Daily Mail fullyrðir að PSG vilji í sumar fá Michael Olise 21 árs gamalan kantmann Crystal Palace.
Olise hefur spilað fyrir U19 og U21 árs landslið Frakklands. Hann hefur þó kost á því að spila fyrir Frakkland, Alsír, England og Nígeríu.
Olise hefur lagt upp níu mörk í ensku úrvalsdeildini á þessu tímabili en hann var áður í herbúðum Reading.