fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Pochettino vill fá leikmenn í þessar þrjár stöður hjá Chelsea í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. maí 2023 22:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mauricio Pochettino er að taka við sem stjóri Chelsea. Ensk blöð segja hann gera kröfu á það að þrjár stöður verða styrktar í sumar.

Pochettino hefur verið í fríi frá fótbolta í heilt ár eftir að PSG rak hann úr starfi.

Ensk blöð segja að Pochettino vilji ólmur fá inn nýjan markvörð í sumar, Kepa Arrizabalaga hefur staðið vaktina í markinu í ár en Edouard Mendy er einnig hjá félaginu. Nýi stjórinn vill styrkja þessa stöðu.

Vitað er að Chelsea þarf að selja leikmenn í sumar til að létta á bókhaldinu eftir mikla eyðslu síðasta árið.

Segir í fréttum að Pochettino vilji einnig fá inn miðjumann og framherja í sumar. Búist er við að Pochettino reyni að kreista eitthvað úr Romelu Lukaku sem er á láni frá Chelsea hjá Inter í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“