Samvkæmt frétt RMC í Frakklandi er Jose Mourinho í viðræðum við Par Saint-Germain um að taka við þjálfun liðsins í sumar.
Segir í frétt RMC að Luis Campos yfirmaður knattspyrnumála hjá PSG hafi í tvígang fundað með Mourinho.
Mourinho hefur undanfarin tvö ár stýrt Roma með ágætis árangri en áður stýrði hann Tottenham, Manchester United, Chelsea, Real Madrid, Inter og Porto.
PSG skoðar það alvarlega að reka Christophe Galtier úr starfi eftir tæpt ár í starfi, árangurinn í Meistaradeildinni var ekki góður.
Mourinho hefur mikla reynslu en PSG er sagt skoða það alvarlega að ráða inn bikaróða Portúgalann í sumar.