Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn 200 leik fyrir Burnley þegar liðið lék síðasta leik tímabilsins í Championship deildinni í dag. Liðið vann 3-0 sigur á Cardiff.
Jóhann Berg var venju samkvæmt í byrjunarliði Burnley en hann lék 37 af 46 deildarleikjum liðsins á tímabilinu.
Burnley endar tímabilið með 101 stig og vann deildina.
Luton endar í þriðja sæti deildarinnar og fer í umspil en þar verða líka Middlesbrough og Coventry sem gerðu jafntefli í dag. Þessi lið mætast í umspilinu.
Sunderland vann 3-0 sigur í dag sem kemur liðinu í umspil þar sem Blackburn vann sigur á Milwall. Milwall endar í áttunda sæti og missir af umspili og það gerir Blackburn sömuleiðis.
Blackburn endar í sjöunda sætinu en Sunderland í því sjötta á betri markatölu en Blackburn.