Andres Iniesta, goðsögn Barcelona, mun færa sig um set í sumar ef hann ákveður ekki að leggja skóna á hilluna.
Iniesta er 38 ára gamall en undanfarin fimm ár hefur hann spilað með Vissel Kobe í japönsku úrvalsdeildinni.
Iniesta er einn besti miðjumaður sögunnar en hann hefur hingað til aðeins unnið tvo titla í Japan.
Fyrir það vann Iniesta níu deildartitla og fjóra Meistaradeildartitla með Barcelona og er einn sá besti í sögu félagsins.
Samningur Iniesta rennur út í sumar og eru allar líkur á að hann sé að kveðja félagið í sumarglugganum.