Burnley hefur fengið miklar gleðifréttir en stjóri liðsins, Vincent Kompany, er ekki á förum.
Kompany hefur verið orðaður við brottför og hefur verið bendlaður við stjórastarfið hjá Tottenham.
Það verður hins vegar ekki að veruleika en Kompany hefur krotað undir nýjan samning til ársins 2028.
Jóhann Berg Guðmundsson er leikmaður Burnley sem tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á ný á dögunum.
Kompany því bundinn næstu fimm árin en hann er að stíga sín fyrstu skref sem þjálfari.