Það væru mistök af hálfu Lionel Messi að ganga aftur í raðir Barcelona í sumar samkvæmt Guti, fyrrum leikmanns Real Madrid.
Guti var frábær leikmaður á sínum tíma en hann vill ekki sjá Messi semja aftur við Barcelona þar sem hann lék allan sinn feril til ársins 2021.
Þá þurfti Argentínumaðurinn að kveðja Nou Camp vegna fjárhagsvandræða félagsins og gerði samning við Paris Saint-Germain.
Miklar líkur eru á að Messi kveðji París í sumar en Guti telur að það væru mistök ef þessi 35 ára gamli leikmaður heldur aftur til Spánar.
,,Ef ég væri Messi þá myndi ég ekki fara aftur til Barcelona. Hann er nú þegar búinn að afreka allt þarna,“ sagði Guti.
,,Áskorunin er of mikil þessa stundina. Með hann eða án hans þá eiga þeir ekki möguleika á að vinna Meistaradeildina.“