fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Ætlar aldrei aftur til heimalandsins eftir ógeðsleg skilaboð og hótanir – ,,Ég vil aldrei snúa aftur“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 7. maí 2023 14:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Willian, leikmaður Fulham, ætlar aldrei að snúa aftur til heimalandsins, Brasilíu, eftir áreitið sem hans fjölskylda þurfti að upplifa á síðasta ári.

Willian yfirgaf Arsenal árið 2021 og samdi við Corinthians í heimalandinu þar sem hann lék 45 leiki og skoraði eitt mark.

Stuðningsmenn Corinthians voru ekki sáttir með frammistöðu leikmannsins og byrjuðu að hóta honum og hans fjölskyldu á samskiptamiðlum.

,,Í hvert skipti sem Corinthians tapaði og ég stóð mig ekki vel þá fékk fjölskyldan mín morðhótanir,“ sagði Willian.

,,Fyrst var það eiginkona mín og svo dætur mínar og síðar faðir minn og systir mín. Ég vil aldrei snúa aftur til Brasilíu.“

,,Ég ákvað að snúa aftur til uppeldisfélagsins og þeir vildu einnig fá mig aftur. Ég var þó alltaf að hugsa um að enda ferilinn í Evrópu.“

,,Nú er hugmyndin að klára ferilinn hér eða í Bandaríkjunum eða einhvers staðar. Ef það verður á Englandi þá væri það fullkomið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Guardiola borðar og sefur illa: ,,Ég geri mikið af mistökum“

Guardiola borðar og sefur illa: ,,Ég geri mikið af mistökum“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool verður án Slot gegn Tottenham

Liverpool verður án Slot gegn Tottenham
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mikael skoraði í mjög svekkjandi jafntefli gegn Juventus

Mikael skoraði í mjög svekkjandi jafntefli gegn Juventus
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“
433Sport
Í gær

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag