Willian, leikmaður Fulham, ætlar aldrei að snúa aftur til heimalandsins, Brasilíu, eftir áreitið sem hans fjölskylda þurfti að upplifa á síðasta ári.
Willian yfirgaf Arsenal árið 2021 og samdi við Corinthians í heimalandinu þar sem hann lék 45 leiki og skoraði eitt mark.
Stuðningsmenn Corinthians voru ekki sáttir með frammistöðu leikmannsins og byrjuðu að hóta honum og hans fjölskyldu á samskiptamiðlum.
,,Í hvert skipti sem Corinthians tapaði og ég stóð mig ekki vel þá fékk fjölskyldan mín morðhótanir,“ sagði Willian.
,,Fyrst var það eiginkona mín og svo dætur mínar og síðar faðir minn og systir mín. Ég vil aldrei snúa aftur til Brasilíu.“
,,Ég ákvað að snúa aftur til uppeldisfélagsins og þeir vildu einnig fá mig aftur. Ég var þó alltaf að hugsa um að enda ferilinn í Evrópu.“
,,Nú er hugmyndin að klára ferilinn hér eða í Bandaríkjunum eða einhvers staðar. Ef það verður á Englandi þá væri það fullkomið.“