Það er enginn draumur að vinna með Frank Lampard ef þú spyrð varnarmanninn Andre Wisdom sem lék með Derby á sínum tíma.
Wisdom starfaði undir Lampard hjá Derby áður en sá síðarnefndi var ráðinn til Chelsea og síðar Everton. Lampard var svo aftur ráðinn til Chelsea í vor og stýrir liðinu út tímabilið.
Samkvæmt Wisdom er Lampard mjög einstakur þjálfari en þessi fyrrum bakvörður Liverpool fann sig ekki undir stjórn fyrrum enska landsliðsmannsins.
,,Það sem ég upplifði var mjög skrítið, þetta var mjög, mjög, skrítið,“ sagði Wisdom í samtali við The Beautiful Game hlaðvarpið.
,,Mér leið eins og þetta snerist ekki um fótbolta og það sem var verst var að þetta var Frank Lampard.“
,,Ég var ekki í neinu sjokki því þetta var hann, ég bara bjóst við einhverju sem ég fékk ekki. Ég bjóst við meira frá honum sem manneskju.“