Það er ekkert leyndarmál að David Moyes var ekki vinsæll sem stjóri Manchester United á sínum tíma.
Moyes tók við Man Utd árið 2013 af Sir Alex Ferguson en var fljótt látinn fara eftir svekkjandi fyrsta tímabil.
The Daily Mail greinir nú frá því að Moyes hafi alls ekki verið vinsæll á meðal stjarna enska stórliðsins þar sem hann bannaði leikmönnum frá því að borða ákveðinn mat.
Leikmenn Man Utd máttu ekki borða franskar og fiskistangir, eitthvað sem er gríðarlega vinsælt í Bretlandi en er þó ansi fitandi.
Það var ekki regla undir Ferguson sem vann ófáa titla á Old Trafford en Moyes var með sínar eigin hugmyndir.
Skotinn var rekinn í apríl 2014 en margir leikmenn liðsins höfðu vonast eftir því að hann fengi sparkið fyrr.