Það var gleði á götum Napóli í alla nótt eftir að liðið varð ítalskur meistari í fyrsta sinn í 33 ár. Napoli er formlega orðið ítalskur meistari eftir 1-1 jafntefli gegn Udinese í gær. Það var Victor Osimhen sem skoraði mark leiksins.
Napoli hefur lengi verið á leið með að klára titilinn en þetta er fyrsti sigur liðsins í deildinni frá því að Diego Maradona var hjá félaginu.
Napoli after winning the title 🎇🔵🇮🇹 pic.twitter.com/vDItiDXpQV
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 4, 2023
Yfirburðir Napoli á Ítalíu á þessu tímabili hafa verið nokkuð óvæntir en liðið hefur spilað afar skemmtilegan fótbolta.
Osimhen jafnafði leikinn fyrir Napoli sem getur nú fagnað sigrinum á götum Napoli en búist er við mikilli hátið þar á bæ.
Fögnuðinn í Napoli má sjá hér að neðan.
This is Napoli 🎇🔵🤯 pic.twitter.com/qfkAEfHp3J
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 4, 2023