Fabrizo Romano segir frá því að Liverpool ætli sér að kaupa 2-3 miðjumenn í sumar en ljóst virðist að Alexis Mac Allister miðjumaður Brighton er þar ofarlega á lista.
Romano segir að tveir aðrir miðjumenn séu á listanum en þar nefnir Ryan Gravenberch frá FC Bayern.
Mason Mount miðjumaður Chelsea er einnig á listanum en hann virðist á förum frá Chelsea. Hann hefur ekki viljað framlengja samning.
🚨🚨| Liverpool could sign 2-3 midfielders this summer. They have other targets alongside Mac Allister, Mount and Gravenberch.
[@FabrizioRomano via @caughtoffside] pic.twitter.com/Mm5lim9npf
— CentreGoals. (@centregoals) April 24, 2023
Vitað er að Jurgen Klopp stjóri Liveprool vill bæta við miðjumönnum í sumar en hann hætti við kaup á Jude Bellingham. Félagið taldi sig ekki hafa efni á kauða.
Mac Allister er 24 ára gamall en faðir hans og umboðsmaður hefur sagt að 100 prósent líkur séu á því að hann fari í sumar.
Mac Allister hefur verið afar öflugur með Brighton en nú stefnir í að hann klæðist rauðri Liverpool treyju á næstu leiktíð.