Það hefur ekki verið dans hjá rósum hjá Romeo Beckham, syni David Beckham eftir að hann samdi við Brentford í upphafi árs. Spilar hann með B-liði félagsins.
Þessi tvítugi leikmaður komst ekki í leikmannahóp Brentford B þegar liðið ferðaðist til Belgíu og lék við OH Leuven.
Romeo var áður í herbúðum Inter Miami en faðir hans er einn af eigendum félagsins. Hjá Brentford spilar hann lítið.
Ensk blöð segja frá því að fjarveran frá knattspyrnuvellinum fari ekkert sérstaklega illa í Romeo sem er ástfanginn upp fyrir haus.
Romeo birti mynd af sér á Instagram þar sem hann kyssir sína heittelskuðu, Mia Regan á meðan liðsfélagar hans sprikla í boltanum.