Neymar hefur helt olíu á eldinn hjá París með því að setja læk við færslu þar sem PSG fær að heyra það og að hann og Lionel Messi hafi verið hamingjusamari hjá Barcelona.
„Munurinn á því að vera góður og vera frábær. Það vantar hjá PSG, stuðningsmenn PSG kunna þetta ekki,“ segir í færslunni sem Neymar líkar.
Paris Saint-Germain fans outside club’s HQ chanting against Leo Messi 🚨😳 #Messi
🎥 @CanalSupporterspic.twitter.com/a5011uUklU
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 3, 2023
Stuðningsmenn PSG voru mættir fyrir utan höfuðstöðvar félagsins í gær og fékk Messi að heyra það. „Messi er tíkarsonur,“ var á meðal þess sem var sungið.
Argentínumaðurinn var þó ekki sá eini sem fékk á baukinn. Hópur blóðheitra stuðningsmanna fór fyrir utan heimili Neymar. Sungu þeir meðal annars: „Drullaðu þér burt Neymar.“
PSG gerði Brasilíumanninn að dýrasta leikmanni heims þegar hann var keyptur frá Barcelona á 198 milljónir punda 2017. Hann hefur hins vegar ekki alveg staðið undir væntingum í borg ástarinnar.
Ljóst er að þessi hegðun Neymar á Instagram gerir ekkert annað en að hella olíu á eldinn.