fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Liverpool reynir að freista heimsmeistarans og kynnir áætlanir sínar fyrir honum

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. maí 2023 08:50

Mac Allister með Messi og fleirum góðum á æfingu argentíska landsliðsins. Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool ætlar sér að styrkja miðsvæði sitt í sumar eftir erfitt gengi á leiktíðinni. Einn góður biti gæti verið á leiðinni.

Lærisveinar Jurgen Klopp hafa valdið vonbrigðum á leiktíðinni og er útlit fyrir að liðið missi af Meistaradeildarsæti.

Miðsvæðið er þunnskipað og ljóst að það þarf að styrkja fyrir sumarið.

Fyrsti leikmaðurinn sem gæti komið til Liverpool í sumar er Alexis Mac Allister hjá Brighton.

Argentínumaðurinn varð heimsmeistari í Katar í fyrra og heillaði á mótinu. Þá er hann lykilmaður í liði Brighton sem hefur verið stórkostlegt á leiktíðinni.

Viðræður hafa átt sér stað undanfarið og ganga vel. Liverpool hefur kynnt áætlanir sínar fyrir miðjumanninum.

Það er nokkuð ljóst að Mac Allister fer frá Brighton í sumar. Liverpool verður að teljast líklegur áfangastaður.

Kappinn er metinn á tæpar 40 milljónir punda en á tvö ár eftir af samningi sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allir mættu nema Mbappe

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“