Liverpool ætlar sér að styrkja miðsvæði sitt í sumar eftir erfitt gengi á leiktíðinni. Einn góður biti gæti verið á leiðinni.
Lærisveinar Jurgen Klopp hafa valdið vonbrigðum á leiktíðinni og er útlit fyrir að liðið missi af Meistaradeildarsæti.
Miðsvæðið er þunnskipað og ljóst að það þarf að styrkja fyrir sumarið.
Fyrsti leikmaðurinn sem gæti komið til Liverpool í sumar er Alexis Mac Allister hjá Brighton.
Argentínumaðurinn varð heimsmeistari í Katar í fyrra og heillaði á mótinu. Þá er hann lykilmaður í liði Brighton sem hefur verið stórkostlegt á leiktíðinni.
Viðræður hafa átt sér stað undanfarið og ganga vel. Liverpool hefur kynnt áætlanir sínar fyrir miðjumanninum.
Það er nokkuð ljóst að Mac Allister fer frá Brighton í sumar. Liverpool verður að teljast líklegur áfangastaður.
Kappinn er metinn á tæpar 40 milljónir punda en á tvö ár eftir af samningi sínum.
🚨 Liverpool have presented their project and also financial proposal to Alexis Mac Allister. The club will insist in the next weeks; discussions advancing but agreement not done yet. #LFC
Feeling remains Alexis will 100% leave Brighton and it will be early, May or June. pic.twitter.com/Z7sJ0qValK
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 4, 2023