James Milner færist nær Brighton. Félagið er bjartsýnt á að ganga frá samningum á næstu dögum eða vikum.
Milner er orðinn 37 ára gamall og hefur verið á mála hjá Liverpool síðan 2015. Hefur kappinn reynst ansi drjúgur á Anfield.
Nú er samningur hans hins vegar að renna út og þrátt fyrir að Jurgen Klopp vilji halda honum ætla æðstu menn hjá Liverpool ekki að bjóða honum nýjan samning.
Milner þarf því að leita annað og eru allar líkur á að Brighton verði næsti áfangastaður. Viðræður eiga sér enn stað um mikilvæg smáatriði í samningi kappans.
Brighton telur að reynsla Milner geti komið að góðum notum fyrir leikmannahóp sinn.
Á dögunum var greint frá því að Burnley fylgdist einnig með gangi mála. Milner lék með stjóra liðsins, Vincent Kompany, hjá Manchester City á sínum tíma.
James Milner deal, not completed yet but Brighton are confident to proceed in the next days/weeks as the agreement is getting closer. 🔵 #BHAFC
Discussions will continue on crucial details; Brighton want Milner as second signing after Joao Pedro who's 100% joining the club. pic.twitter.com/f1xvrzT0yf
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 4, 2023