Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool hefur fengið sinn skerf af gagnrýni á leiktíðinni en undanfarið hefur hann þó staðið sig mjög vel.
Fáir í liði Liverpool hafa sýnt sínar bestu hliðar á leiktíðinni, enda liðið svo gott sem búið að missa af Meistaradeildarsæti. Alexander-Arnold er þar engin undantekning.
Í undanförnum leikjum hefur Jurgen Klopp hins vegar aðeins breytt hlutverki bakvarðarins á þann veg að hann kemur meira inn á miðjuna í leikjum.
Sumir ganga svo langt að segja að hann geti leyst vandræði Liverpool á miðsvæðinu. Hafa þau mikið verið til umræðu.
Lengi var talið að Liverpool leiddi kapphlaupið um hinn frábæra Jude Bellingham hjá Dortmund. Félagið hafði hins vegar ekki burði til að taka þátt í því til enda og nú er útlit fyrir að enski miðjumaðurinn fari til Real Madrid.
Þrátt fyrir þetta högg gaf Alexander-Arnold stuðningsmönnum Liverpool ástæðu til að gleðjast í 1-0 sigri á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Sýndi hann frábæra takta og þá sérstaklega á einum tímapunkti í leiknum, en þetta má sjá hér neðar. Leiddi það til þess að mikill fjöldi manna fór að líkja Alexander-Arnold við goðsögnina Zinedine Zidane í nýju hlutverki sínu.
„Trent, ertu Zidane í dulargervi. Þetta var fallegt skrifaði einn.“
Annar skrifaði: „Trent að sýna Zidane-takta á miðjunni. Þvílíkur leikmaður.“
„Trent Alexander-Zidane,“ skrifaði annar.
Það verður þó að teljast ólíklegt að Klopp láti það vera að styrkja miðsvæði sitt þrátt fyrir flotta spretti Alexander-Arnold undanfarið.
Alexis Mac Allister hjá Brighton er nú sterklega orðaður við félagið.
@ftbl.edison10 Stop that trent 🤩 | NO COPYRIGHT INTENDED⚠️ #liverpool #fulham #trent #skill ♬ original sound – Edison