Landsiðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er á lista FIFAPRO yfir þá leikmenn sem hafa spilað flestar mínútur á leiktíðinni.
Glódís er á mála hjá Bayern Munchen og hefur verið frábær á leiktíðinni. Hún er lykilmaður í vörn stórliðsins, sem er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar.
Þá fór Bayern í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á þessari leiktíð.
Spilaðar mínútur á lista FIFAPRO voru mældar frá 1. ágúst 2022 til 31. mars 2023. 300 leikmenn voru teknir fyrir í mælingunum.
Glódís er á tíunda sæti listans með 3.125 spilaðar mínútur í 33 leikjum. Goðsögnin Wendie Renard er einnig á listanum með aðeins fleiri mínútur.
Moeka Minami hjá AS Roma trónir á toppnum með 3.815 mínútur í 41 leik.
Listinn í heild er hér að neðan.