fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Feður þeirra fóru í stríð fyrir augum heimsbyggðarinnar en þær virðast bestu vinkonur – Nýjasta færslan vekur mikla athygli í ljósi sögunnar

433
Miðvikudaginn 3. maí 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það muna einhverjir eftir rifrildi Michael Owen og Alan Shearer á opinberum vettvangi árið 2020. Nú gæti hins vegar verið að dætur þeirra séu búnar að ná sáttum fyrir þeirra hönd.

Árið 2020 gaf Owen út bókina Michael Owen: Reboot – My Life, My Time. Í henni skaut hann á Shearer, sem var þjálfari hans á erfiðu skeiði Newcastle vorið 2009. Liðið féll það vor.

„Shearer var fenginn á St. James’ Park sem bjargvætturinn, heimamaðurinn. Þetta hefði geta orðið frábær saga,“ sagði í bókinni.

„En honum mistókst. Newcastle féll. Í stað þess að líta í eigin barm var auðveldara fyrir hann að skella sökinni á Michael Owen. Ég var viku frá því að ná mér af meiðslum fyrir lokaleik tímabilsins gegn Aston Villa, þar sem við þurftum stig til að halda okkur uppi. Ég sagði honum að ég væri ekki alveg búinn að ná mér en að ég væri til í að spila.

Þegar ég yfirgaf skrifstofuna hans þann dag taldi ég að hann hafi áætlað að ég væri með annað augað á næsta samningi. Ég er ekki heimskur. Við vissum báðir að samningur minn væri að renna út nokkrum vikum síðar. Ég komst að því þremur mánuðum síðar að Alan Shearer væri brjálaður út í mig. Ekki nóg með það. Hann sagði öllum sem vildu heyra hvað honum finndist um mig.“

Michael Owen ásamt eiginkonu sinni, Louise Bonsall.

Shearer og Owen eru einnig fyrrum liðsfélagar og voru á sínum tíma góðir vinir. Það fór þó í vaskinn eftir stjóratíð Shearer og enn frekar þegar Owen gaf út bókina.

Shearer svaraði útgáfu bókarinnar með því að birta klippu af Owen í setti BT Sport, þar sem sá síðarnefndi viðurkenndi það að hafa ekki þolað síðustu árin sín í atvinnumennsku og að hann hafi ekki getað beðið eftir að hætta.

„Já Michael, okkur fannst þetta líka. Á sama tíma varstu á 120 þúsund pundum á viku,“ skrifaði Shearer með klippunni á Twitter.

Owen svaraði þessu auðvitað. „Ég held að þú sért ekki eins hliðhollur Newcastle og þú þykist vera félagi. Ég man að þú varst næstum því farinn til Liverpool eftir að Sir Bobby Robson setti þig á bekkinn. Þú reyndir allt til að komast burt,“ sagði Owen um Newcastle goðsögnina Shearer.

Alan Shearer, fyrrverandi leikmaður Newcastle United/GettyImages

Dóttir Shearer, Hollie, birti nýlega mynd af sér á Instagram í fötum frá línu dóttur Owen Gemmu.

„Hversu falleg eru þessi föt frá vörulínu Gemmu, PrettyLittleThing?“ skrifaði hún við.

Myndinni deildi Hollie með 70 þúsund fylgjendum sínum á Instagram. Er hún að reyna fyrir sér í tónlistarbransanum.

Gemma er hins vegar með yfir tvær milljónir fylgjenda, en hún vakti gríðarlega athygli í þáttunum Love Island.

Það er greinilega gott á milli Gemmu og Hollie þó svo að það sama sé ekki uppi á tengingnum hjá feðrum þeirra. Það er þó spurning hvort þær hafi eða geti að einhverju leyti fengið þá til að sættast.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Hollie Shearer (@hollieshearer)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hannes segist hafa „sprungið úr reiði“ er hann sá tilkynninguna

Hannes segist hafa „sprungið úr reiði“ er hann sá tilkynninguna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford
433Sport
Í gær

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Í gær

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið