Valur fór ansi illa með Fylki í Bestu deild karla í kvöld.
Það sást fljótt í hvað stefndi. Adam Ægir Pálsson kom Val yfir á 19. mínútu.
Fylkir var rétt búinn að taka miðju þegar Andri Rúnar Bjarnason tvöfaldaði forystuna.
Gestirnir náðu að skora tvö mörk fyrir hálfleik. Unnar Steinn Ingvarsson skoraði slæmt sjálfsmark á 41. mínútu og Aron Jóhannsson skoraði fjórða markið á 45. mínútu.
Benedikt Daríus Garðarson klóraði í bakkann fyrir heimamenn snemma í seinni hálfleik.
Á 58. mínútu náði Valur þó fjögurra marka forskoti á ný. Þá skoraði Sigurður Egill Lárusson.
Hlynur Freyr Karlsson innsiglaði svo 6-1 stórsigur Vals á 81. mínútu.
Valur er í öðru sæti deildarinnar með 12 stig eftir fimm leiki. Fylkir er á botninum með 3 stig eftir afleita byrjun.