Meistaravellir eru ekki tilbúnir og því hefur heimaleikur KR gegn HK í Bestu deild karla verið færður um leikstað.
Leikurinn fer fram annað kvöld klukkan 19:15 eins og áður var áætlað en fer hann fram á Vivaldivellinum, heimavelli Gróttu.
Það hafa verið vandræði með grasvelli undanfarið hér á landi þar sem þeir koma illa undan vetri.
KR er með aðeins 4 stig eftir jafnmarga leiki í Bestu deildinni en nýliðar HK eru með 7 eftir flott gengi.
KR – HK
Var: Miðvikudaginn 3. maí kl. 19.15 á Meistaravöllum
Verður: Miðvikudaginn 3. maí kl. 19.15 á Vivaldivellinum