fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Hinn kraftmikli Stefán krotaði undir nýjan samning í Vesturbæ

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. maí 2023 22:30

Stefán t.v.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn kraftmikli Stefán Árni Geirsson hefur skrifað undir nýjan samning við KR og gildir núverandi samningur út tímabilið 2025.

Stefán Árni hefur ekkert komið við sögu í Bestu deildinni í sumar vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann. „Gleðifréttir! Stefán Árni hefur gert nýjan þriggja ára samning við KR. Til hamingju með nýja samninginn Stefán Árni – gott að þér líður vel í KR,“ segir á vef KR.

Stefán er 22 ára gamall en miklar væntingar hafa verið gerðar til hans undanfarin ár en honum hefur ekki tekist að springa út.

KR vonast til þess að Stefán finni stöðugleika og nýtist liðinu, hraði hans og kraftur gætu verið sterkt vopn fyrir KR.

KR hefur ekki byrjað vel í Bestu deildinni og er með fjögur stig eftir fjórar umferðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina