fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Furðulega löng þögn Ríkharðs í beinni vakti athygli: Hann útskýrir mál sitt – „Sleep mode og ég að reyna að endurheimta“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. maí 2023 22:00

Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G. Mynd: Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkharð Óskar Guðnason er einn ástsælasti íþróttalýsandi landsins og hefur hann verið í fremstu röð í mörg ár. Skondin klippa af honum úr þættinum Steve dagskrá hefur vakið kátínu víða.

Ríkharð var að lýsa leik FH og Stjörnunnar í Bestu deild karla um helgina en löng þögn Rikka í útsendingu vakti athygli.

„Þá lúrði Rikki bara þarna,“ sögðu þeir félagar Vilhjálmur Freyr og Andri Geir Gunnarsson þegar þeir spiluðu klippu af lýsingu Rikka.

Kjartan Henry Finnbogason var þá að skora glæsilegt fyrsta mark í leiknum en Ríkharð hefur útskýrt að vandræði með tölvuna hafi orsakað þessa löngu þögn.

„Þarna hafði tölvan farið á sleep mode og ég að reyna að endurheimta. Sá að það var ekki mikið um að vera og ætlaði að nýta tækifærið að endurvekja tölvuna svo ég gæti farið yfir bekk liðana. Bjóst ekki við að Simen myndi fara í skógarhlaup dauðans,“ skrifar hinn létti og litríki Ríkharð.

Þessa skemmtilegu þögn má heyra hér að ofan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu