Heimaleikjum FH og Vals í Bestu deild kvenna hefur verið víxlað.
Kaplakrikavöllur er ekki klár, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum í tengslum við leiki karlaliðs FH.
Valur og FH mætast því á heimavelli fyrrnefnda liðsins í kvöld og svo á Kaplakrikavelli síðar í sumar.
Leikurinn í kvöld hefst þá klukkan 17:30 í stað 19:15.
Valur vann fyrsta leik sinn á tímabilinu gegn Breiðabliki en FH tapaði gegn Þrótti R.
FH – Valur
Var: Þriðjudaginn 2. maí kl. 19.15 á Kaplakrikavelli
Verður: Þriðjudaginn 2. maí kl. 17.30 á Origo vellinum
Leikurinn heitir því Valur – FH
Valur – FH
Var: Þriðjudaginn 4. júlí kl. 19.15 á Origo vellinum
Verður: Þriðjudaginn 4. júlí kl. 19.15 á Kaplakrikavelli
Leikurinn heitir því FH – Valur