fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Fjölskyldumaður varð fyrir fólskulegri árás – Ætluðu í draumafríið en allt fór í vaskinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 1. maí 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom upp ömurlegt atvik í leik í Ástralíu fyrir helgi þegar ráðist var á línuvörð.

Greenacre Easgles og Padstow Hornets mættust þá, en um hálfatvinnumannalið er að ræða. Adam Abdallah, 25 ára gamall leikmaður fyrrnefnda liðsins, varð ansi pirraður eftir tap í leiknum og réðst á dómarann Khodr Yaghi. Hann lét höggin dyngja á honum. Það fór svo að Abdallah kjálkabraut Yaghi. Einnig missti dómarinn nokkrar tennur.

Abdallah, sem er áhugahnefaleikakappi, var í banni í leiknum og spilaði því ekki. Hann var hins vegar á svæðinu til að fylgjast með. Abdallah var ákærður og mætti fyrir rétt í dag. Hann sóttist eftir að verða laus gegn tryggingu en því var hafnað þar sem lögregla telur að hann sé líklegur til að valda frekari skaða.

Yaghi hefur lýst atburðarásinni í fjölmiðlum. „Ég bað öryggisvörð um að róa hann niður. Hann hélt samt áfram, stökk yfir girðingu og hljóp að okkur. Hann blótaði og áreitti okkur af engri ástæðu.

Það var þegar annar leikmaður var að þræta við mig sem hann kom aftan að mér og réðst á mig. Beint á andlitið á mér. Hann kýldi í mig og sparkaði.“

Eiginkona Yaghi, sem er ólétt af þeirra fimmta barni, sagði í samtali við fjölmiðla að fjölskyldan hafi ætlað sér í frí til Balí og Singapúr í gær. Því hafi hins vegar verið aflýst þar sem eiginmaður hennar er enn á spítala.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Isak fundaði með eigendunum

Isak fundaði með eigendunum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfesta kaup á Chukwuemeka frá Chelsea

Staðfesta kaup á Chukwuemeka frá Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Myndband af nýjustu stjörnu Liverpool er högg í maga stuðningsmanna United – Hafnaði United í fyrra og valdi Anfield

Myndband af nýjustu stjörnu Liverpool er högg í maga stuðningsmanna United – Hafnaði United í fyrra og valdi Anfield
433Sport
Í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Í gær

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum
433Sport
Í gær

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum