Stuðningsmenn Arsenal eru heldur betur ekki ánægðir eftir að þriðju treyju liðsins fyrir næstu leiktíð var lekið á netið.
Margir hafa látið í sér heyra á samskiptamiðlum og kvarta þá aðallega yfir litnum.
Búningurinn er blár á litinn en þar sem um þriðju treyju er að ræða verður hún afskaplega lítið notuð næsta vetur.
Dæmi nú hver fyrir sig en mynd af treyjunni má sjá hér.