Fyrirsætan og sjónvarpsstjarnan Suzy Cortez er gjörsamlega heltekin af knattspyrnustjörnunni Lionel Messi.
Cortez, sem er einnig með aðgang á OnlyFans, styður Messi heils hugar á Heimsmeistaramótinu í Katar sem nú fer fram. Þar keppir hann fyrir hönd Argentínu, sem er talið með þeim sigurstranglegri á mótinu.
Aðdáun Cortez á Messi hefur þó stundum gengið of langt og hefur kappinn þurft að blokka hana á samfélagsmiðlum eftir að hún sendi honum fjölda nektarmyndum.
Cortez er með húðflúr af Messi á bakinu og fyrir neðan magavöðvana, líkt og sjá má hér neðar.
„Ég er með andlit Messi húðflúrað undir magavöðva mína. Það gerði ég þegar hann var valinn besti leikmaður heims í sjötta sinn,“ segir hún.