fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Stórar fréttir af Bellingham sem er sagður hafa gert upp hug sinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 28. apríl 2023 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænska blaðið AS heldur því fram í dag að Jude Bellingham hafi gert upp hug sinn varðandi framtíðina.

Hinn 19 ára gamli Bellingham er líklega eftirsóttasti leikmaður heims. Hann hefur verið stórkostlegur fyrir Borussia Dortmund undanfarin ár.

Það er hins vegar talið líklegt að miðjumaðurinn fari frá félaginu í sumar og hafa nokkur félög verið nefnd sem hugsanlegir áfangastaðir.

Lengi vel var Liverpool talið leiða kapphlaupið en svo er ekki lengur. Einnig hafa Manchester City og Real Madrid verið nefnd til sögunnar.

AS segir einmitt að Bellingham hafi ákveðið að ganga í raðir Real Madrid í sumar.

Telur Bellingham þetta rétt næsta skref á ferlinum. Í Madríd sjá menn hans sem arftaka Luka Modric og Toni Kroos til langs tíma á miðjunni.

Það sem gæti komið í veg fyrir að skipti frá Dortmund til Real Madrid takist er þó upphæðin sem fyrrnefnda félagið biður um. Vill það um 130 milljónir punda fyrir Bellingham en Real Madrid vill samkvæmt fréttum ekki greiða svo mikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona