fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Stórar fréttir af Bellingham sem er sagður hafa gert upp hug sinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 28. apríl 2023 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænska blaðið AS heldur því fram í dag að Jude Bellingham hafi gert upp hug sinn varðandi framtíðina.

Hinn 19 ára gamli Bellingham er líklega eftirsóttasti leikmaður heims. Hann hefur verið stórkostlegur fyrir Borussia Dortmund undanfarin ár.

Það er hins vegar talið líklegt að miðjumaðurinn fari frá félaginu í sumar og hafa nokkur félög verið nefnd sem hugsanlegir áfangastaðir.

Lengi vel var Liverpool talið leiða kapphlaupið en svo er ekki lengur. Einnig hafa Manchester City og Real Madrid verið nefnd til sögunnar.

AS segir einmitt að Bellingham hafi ákveðið að ganga í raðir Real Madrid í sumar.

Telur Bellingham þetta rétt næsta skref á ferlinum. Í Madríd sjá menn hans sem arftaka Luka Modric og Toni Kroos til langs tíma á miðjunni.

Það sem gæti komið í veg fyrir að skipti frá Dortmund til Real Madrid takist er þó upphæðin sem fyrrnefnda félagið biður um. Vill það um 130 milljónir punda fyrir Bellingham en Real Madrid vill samkvæmt fréttum ekki greiða svo mikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“