fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Saka KR um að gefa upp rangar tölur í skýrslunni – „Gleymdu hugmyndinni“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. apríl 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Launakostnaður liða í Bestu deild karla var birtur í skýrslu Deloitte og KSÍ í gær. Þar kom í ljós að Valur greiðir mestan launakostnað til leikmanna, eða 209 milljónir króna árið 2022. Þetta var tekið fyrir í Þungavigtinni og þar vakti launakostnaður KR sérstaklega athygli.

Launakostnaður KR var nefnilega aðeins 61 milljón. Sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson kaupir það ekki.

„Gleymdu hugmyndinni að launakostnaður KR á leikmönnum sé 61 milljón,“ segir hann.

„Svarti Pétur hlýtur að banka reglulega upp á í Vesturbænum. Glætan að þeir séu að borga 61 milljón.“

Þáttastjórnandinn Ríkharð Óskar Guðnason tók í sama streng.

„Ég er sammála. Það er einhver lykt af þessu.“ 

Kristján bendir hins vegar á að hægt sé að greiða laun leikmanna í öðru formi.

„Kannski eru þeir á launum hjá einhverjum fyrirtækjum úti í bæ. Það er líka alveg hægt.“

Sem fyrr segir greiddi Valur 209 milljónir króna í launakostnað í fyrra. Þar á eftir kemur Breiðablik með 179 milljónir.

Hér að neðan má sjá launakostnað liða í efstu deild karla í heild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar