fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Saka KR um að gefa upp rangar tölur í skýrslunni – „Gleymdu hugmyndinni“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. apríl 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Launakostnaður liða í Bestu deild karla var birtur í skýrslu Deloitte og KSÍ í gær. Þar kom í ljós að Valur greiðir mestan launakostnað til leikmanna, eða 209 milljónir króna árið 2022. Þetta var tekið fyrir í Þungavigtinni og þar vakti launakostnaður KR sérstaklega athygli.

Launakostnaður KR var nefnilega aðeins 61 milljón. Sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson kaupir það ekki.

„Gleymdu hugmyndinni að launakostnaður KR á leikmönnum sé 61 milljón,“ segir hann.

„Svarti Pétur hlýtur að banka reglulega upp á í Vesturbænum. Glætan að þeir séu að borga 61 milljón.“

Þáttastjórnandinn Ríkharð Óskar Guðnason tók í sama streng.

„Ég er sammála. Það er einhver lykt af þessu.“ 

Kristján bendir hins vegar á að hægt sé að greiða laun leikmanna í öðru formi.

„Kannski eru þeir á launum hjá einhverjum fyrirtækjum úti í bæ. Það er líka alveg hægt.“

Sem fyrr segir greiddi Valur 209 milljónir króna í launakostnað í fyrra. Þar á eftir kemur Breiðablik með 179 milljónir.

Hér að neðan má sjá launakostnað liða í efstu deild karla í heild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“