fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Aftur vendingar í kringum stórleik FH og KR – Færður í Hafnarfjörðinn á ný

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 28. apríl 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikur FH og KR í komandi umferð í Bestu deild karla mun fara fram í Kaplakrika eftir allt saman. Það verður leikið á frjálsíþróttavelli FH.

Fyrr í dag var leiknum frestað til morguns þar sem aðalstjórn FH hafði tilkynnt um lokun á báðum grasvöllum FH í Kaplakrika. Var ákveðið að færa hann á Wurth-völlinn í Árbæ.

Fyrir stuttu síðan barst hins vegar tilkynning frá aðalstjórn FH um að lokun hefði verið aflétt af frjálsíþróttavelli félagsins. Í framhaldinu óskaði FH eftir því að leikurinn yrði færður á varavöll félagsins.

Þetta samþykkti mótanefnd KSÍ og fer leikurinn því fram á frjálsíþróttavelli FH.

Um sama völl er að ræða og FH tók á móti Stjörnunni á í 2. umferð deildarinnar.

FH – KR
Var: Laugardaginn 29. apríl kl. 14.00 á Würth vellinum
Verður: Laugardaginn 29. apríl kl. 14.00 á Kaplakrikavelli (frjálsíþróttavelli)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar