Frank Lampard verður stjóri Chelsea út þessa leiktíð þrátt fyrir afleitt gengi til þessa. Sky Sports segir frá.
Lampard tók við sem stjóri Chelsea á ný í byrjun mánaðar en aðeins út þessa leiktíð. Leit stendur yfir af stjóra til lengri tíma eftir að Graham Potter var látinn fara.
Það hefur alls ekki gengið vel undir stjórn Lampard. Liðið hefur tapað öllum fimm leikjum sínum síðan hann tók við.
Þrátt fyrir þetta fær hann að stýra Chelsa út leiktíðina.
Þá er talið líklegast að Mauricio Pochettino taki við. En þessi fyrrum stjóri Tottenham og Paris Saint-Germain leiðir kapphlaupið um stjórastólinn á Stamford Bridge.
Chelsea er að eiga skelfilegt tímabil og situr þessa stundina í ellefta sæti.
Ljóst er að taka þarf til í leikmannahópnum í sumar. Todd Boehly hefur hrúgað peningum í leikmenn frá því hann varð eigandi Chelsea.