Manchester United horfir til þess að fá inn nýjan markvörð í sumar þrátt fyrir að David de Gea sé að framlengja samning sinn.
Ensk blöð segja að United vilji fá Dominik Livakovic markvörð Dinamo Zagreb í sínar raðir.
Livakovic hefur spilað alla 30 deildarleiki Zagreb á þessu tímabili og staðið sig með ágætum.
Hann er markvörður í landsliði Króatíu en United telur að hann sé falur fyrir minna en 10 milljónir punda.
United er með Tom Heaton og Jack Butland til að keppa við De Gea í dag en líklegt er að Dean Henderson verði seldur í sumar, hann er í dag á láni hjá Nottingham Forest.
Tölfræði Livakovic eru hér að neðan.