Barcelona reynir að lækka laun hjá leikmönnum félagsins til að komast í gegnum reglur um fjármál hjá spænsku úrvalsdeildinni.
Barcelona þarf að lækka launakostnað sinn um 180 milljónir punda á næstu leiktíð og reynir að lækka laun leikmanna.
Barcelona vill fá að borga leikmönnum umsamin laun seinna en stendur í samningi. Þetta gerir félagið meðal annars til að reyna að fá Lionel Messi í sumar.
Það gengur hins vegar ekkert sérstaklega vel því bæði Franck Kessie og Andreas Christensen hafa hafnað því að taka þátt í þessu bókhaldsbraski Börsunga.
Barcelona hefur ítrekað gert þetta síðustu ár til að reyna að fresta vandamálum sínum en félagið hefur glímt við mikil fjárhagsvandræði.
Barcelona vill reyna að fá Messi aftur í sumar eftir tveggja ára dvöl hjá PSG, samningur hans við Parísar liðið er á enda í sumar og hefur hann hug á að koma heim. Það gerist hins vegar ekki nema Barcelona takist að laga bókhaldið sitt.