Alberto Lejaragga markvörður Marbella FC hefur opinberað samkynhneigð sína en það gerði hann eftir frækinn sigur Marbella.
Marbella tryggði sig upp í fjórðu efstu deild á Spáni um helgina og að leik loknum kyssti markvörðurinn eiginmann sinn.
Enginn hafði vitað af því að Lejaragga væri samkynhneigður en hann vildi segja frá þessu með þessum hætti.
„Takk fyrir að vera alltaf mér við hlið, bæði á góðum og slæmum tímum,“ segir Lejaragga á Twitter og birtir myndir af sér.
Lejaragga fær mikið lof fyrir að gera þetta með þessum hætti. Nokkur ljót ummæli hafa þó birst við færslu Lejaragga en fjöldi fólks hefur svarað þeim fullum hálsi.
„Ef þú hættir að fylgjast með fótbolta út af svona máli þá ert þú vandamálið,“ skrifar einn við ljót ummæli sem voru látin falla.
Muchas gracias por estar siempre a mi lado, en las buenas y en las no tan buenas! Esta vez nos tocó vivir lo bonito de esto! GRACIAS ❤️ ❤️ pic.twitter.com/gwsvZQztDW
— Alberto Lejárraga (@alberto_leja) April 25, 2023